Dagar myrkurs í Djúpavogshreppi

Dagar myrkurs í Djúpavogshreppi skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 26.10.2018
15:10
Dagar myrkurs verða haldnir hátíðlegir í þessari viku í Djúpavogshreppi 30.okt. - 4.nóv. Bærinn mun iða af lífi, viðburðir alla dagana og nóg að gera. Ljósmyndasamkeppni verður í gangi alla myrka daga ásamt skreytingasamkeppni um hræðilegasta hús Djúpavogs.
Hér má sjá alla þá viðburði sem í boði eru ásamt því hvað verður um að vera í grunnskólanum og leikskólanum.