Djúpivogur
A A

Dagar myrkurs á Djúpavogi

Dagar myrkurs á Djúpavogi

Dagar myrkurs á Djúpavogi

skrifaði 07.11.2014 - 10:11

Hér gefur að líta dagskrá á Dögum myrkurs á Djúpavogi.


Bókasafnið: 
Vofur og vandræði, sektarlausir dagar. Bókasafnið er opið á þriðjudögum kl 16:00 – 19:00.

Djúpavogsskóli:
Fimmtudaginn 13. nóvember verður drungalegur dagur í Djúpavogsskóla. Þann dag mæta allir í dökkum fötum og drungalegir til fara. Í gestavikunni 18.-21. nóvember, bjóðum við svo áhugasömum að kíkja í heimsókn og kynnast starfi grunn-, leik- og tónskólans.

Grunnskóli:
Drungalegur samsöngur við kertaljós, þriðjudaginn 11. nóvember og fimmtudaginn 13. nóvember. Allir velkomnir.
Á matseðlinum á Hótelinu verður m.a. boðið uppá Drakúla steik og nornagraut.

Hótel Framtíð:
Föstudagur 7. nóv: Árshátíð grunnskóla Djúpavogs á Hótel Framtíð kl 18:00. Aðgangseyrir 800 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir eldri borgara. Að þessu sinni verður sýnd uppfærsla á Með allt á hreinu. Pizzahlaðborð að lokinni árshátíð.
Laugardagur 15. nóv: Sviðamessa á Hótel Framtíð. Sviða og lappaveisla, BRJÁN flytur bestu lög Queen og dansleikur. Forsala á Hótel Framtíð 9. – 13. nóv.

Langabúð:
Föstudagur 14. nóv: Krakkabíó í Löngubúð klukkan 17:00 - Hryllingsleg teiknimynd. Köngulóarmúffur, múmíusvalar og allskonar draugalegt góðgæti.

Leikskóli:
Morgunmatur borðaður í myrkri við kertaljós og kósýheit á meðan dagar myrkurs eru. Við höfum verið að lesa bækurnar um Greppikló og Greppibarnið. Við ætlum að vinna verkefni út frá þeim bókum og er matseðill leikskólans í anda bókanna. M.a. verður boðið uppá Greppiklóarmauk og uglugott. Við skyggnumst inn í heim Greppiklóa og annarra furðuvera. Í andyri leikskólans hittum við fyrir Greppikló, Greppibarn og mús. Í fataklefanum er svarta myrkur og má sjá glóandi augu og klær Greppiklóarinnar. Við laumumst inn á deildirnar og fylgjum fótsporum músarinnar, Greppibarnsins eða Greppiklóarinnar. Inn á deildum eru Greppibörn út um allt að fylgjast með okkur... Ekki vera hrædd ..... Bókin um Greppibarnið er til á Bókasafni Djúpavogs og við hvetjum ykkur til að fá hana lánaða og lesa.

Tryggvabúð:
Laugardagur 8. nóv: Útgáfuboð í Tryggvabúð kl 14:00 – 16:00 vegna bókarinnar Árdagsblik eftir Hrönn Jónsdóttur.
Þriðjudagur 11. nóv: Sögukvöld í Tryggvabúð á vegum eldri borgara kl 20:30.