Djúpivogur
A A

Dagar myrkurs 2020

Dagar myrkurs 2020
Cittaslow

Dagar myrkurs 2020

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 01.09.2020 - 14:09

Dagar myrkurs 2020 eru skráðir dagana 28. október til og með 1. nóvember.

Nægur tími er til stefnu til að planta fræjum hjá hverju og einu varðandi dagskrána og gott að byrja að velta fyrir sér góðum hugmyndum af viðburðum og uppákomum í tilefni þeirra.

Í undirbúningi dagskrárinnar verður að sjálfsögðu tekið mið af sóttvarnarreglum og viðmiðum sem ríkja þá og þegar.

Stefnt er á skipulagsfund daga myrkurs miðvikudaginn 30. september kl. 17. Á honum eru öll hvött til að mæta sem hafa áhuga á að vera með viðburð og dagskráin verður sett saman.

Verið endilega í sambandi ef einhverjar spurningar kvikna.

Atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps
amfulltrui@djupivogur.is

470-8703