Djúpivogur
A A

Dagar myrkurs

Dagar myrkurs

Dagar myrkurs

skrifaði 07.11.2006 - 00:11

Fjórðungshátíðin “Dagar myrkurs” er sífellt að vinna sér fastari sess á Djúpavogi.

ÁRSHÁTÍÐ GRUNNSKÓLANS
Hátíðin byrjaði í þetta sinn föstudaginn 3. nóv. kl. 18:00 með áhrifamikilli sýningu á árshátíð Grunnskóla Djúpavogs. Þar var áherzla lögð á myrkrið. Fluttir voru stuttir leikþættir, tónlist og sögur tengdar myrkrinu, draugatrú og ýmsu óhugnanlegu, en boginn þó hvergi spenntur um of. Í stuttu máli var um frábæra sýningu að ræða og þótt andrúmslofið yrði einstaka sinnum uggvænlegt, var þess gætt að styggja ekki ungar barnssálir og aðra viðkvæma í samkomusalnum á Hótel Framtíð þetta kvöld. (Sjá nánar á heimasíðu Grsk. Djúpavogs ).

FAÐIRVORAHLAUP
Laugardaginn 4. nóv. kl. 17:00 fór fram hefðbundið “faðirvorahlaup” í þriðja sinn í Skógrækt Djúpavogs. Kveikjan að því var atburður með þessu nafni í tengslum við Stefánskvöld haustið 2003. Það var haldið til minningar um Stefán Jónsson, alþingismann, rithöfund og útvarpsmann, sbr. frásögn í bók hans “Að breyta fjalli”. Hann hljóp, myrkfælinn mjög, frá Teigarhorni og út í þorp eftir að hafa fylgt stúlku, sem hann var skotinn í, heim að bænum. Lýsir hann því svo að hann hafi runnið skeiðið á 3 faðirvorum. Þykir það nokkuð vel af sér vikið. Í Skógræktinni gengu viðstaddir hring eftir göngustígum, sem þar hafa verið gerðir af mikilli útsjónarsemi og elju. Svæðið var lýst upp með drungalegum hætti. Voru þarna kynjaverur á ferð um skóginn, sem í sér létu heyra. Einnig var þarna tónlistaratriði. Allir komust þó óskaddaðir frá þessu.

KERTAFLEYTING
Síðar þetta sama kvöld, kl. 18:30 stóð Kvenfélagið Vaka fyrir kertafleytingu í Djúpavogshöfn í kyrru og góðu veðri. Endurvörpuðust tær ljósin í augum barna á öllum aldri, sem þarna voru og gerðu þetta að mjög hátíðlegri stund.

FLATBÖKUKVÖLD
Milli kl. 19 – 21 var boðið upp á flatbökukvöld á Hótel Framtíð. Meðal tegunda voru; “afturgöngubaka, nykurslaufur og baka með forynjuhakki”.

RÓMANTÍSK STUND Í SUNDLAUGINNI
Sundlaug staðarins var opin frá kl. 20 – 22. Þar var ókeypis inn og boðið upp á kertum skreytta sali. Einnig voru ostar og ýmsir smáréttir úr laxi reiddir fram í boði Salar Islandica. Um salina hljómaði rómatísk og seiðandi tónlist úr safni smekkmanna, sem ekki eru aldir upp í síbylju nútímans.

RÓMÓKVÖLD Í LÖNGUBÚÐ
Síðar þetta sama kvöld kl. 20:00 var “rómókvöld” í Löngubúð. Boðið var upp á drykki á góðu verði og hinn virðulegi salur lýstur upp með rauðum kertum. Hápunktur kvöldsins var tónlist hinnar sænsku Malin, sem flutti m.a. frumsamið efni.

Myndirnar, sem fylgja umfjöllun þessari lýsa vonandi stemmingunni betur en nokkur orð. Höfundur mynda er Sigurður Aðalsteinsson.

Djúpavogsbúar eru stoltir af þessari viðbót inn í annars öflugt menningarlíf á staðnum og fullvissir um að  “Dagar myrkurs” eru komnir til að vera á Djúpavogi.

Þeim sem komu að því að undirbúa atburði og vinna að framgangi þeirra er hér með þakkað fyrir framtakið.

BHG.

 

hspace=0
Gunnar, Ýmir og Lísa

hspace=0
Þórdís, Kristborg, Stefán og Axel

hspace=0
Anný Mist

hspace=0
Guðbjört og Anný Mist

hspace=0
Katla, Guðbjört og Anný Mist

hspace=0
Snjólfur, Stefa, Guðný og Ninni

hspace=0
Margir mættir, m.a. "Doddi draugur"

hspace=0
Kertafleyting

hspace=0
Askur, Hafrún og Fanný

hspace=0
Kertafleyting

hspace=0
Stebbi, Þórunborg, Nína og Ragnar í "Kenwood Chef"

hspace=0
Dísa, Stefa og Ninni

hspace=0
Sundlaug Djúpavogs, aðlaðandi sem aldrei fyrr

hspace=0
Landsmálin rædd í pottinum

hspace=0
Hrönn í kökuskurði

hspace=0
Dröfn, Helga og Heiða

hspace=0
Malin syngur fyrir liðið

hspace=0
Malin hin sænska

hspace=0

hspace=0
Íris, Róbert, Guðni, Gunnar og Gunnar

hspace=0
Séð yfir hópinn