Dagar myrkurs - upptökur

Dagar myrkurs eru skráðir 28. október – 1.nóvember 2020.
Í ljósi aðstæðna verða þeir aldrei með hefðbundnu sniði í ár. Í stað þess þó að hætta alveg við þá sníðum við okkur stakk eftir vexti og hugsum í lausnum hvernig hægt er að gera sér glaðan dag án þess að brjóta nein sóttvarnarlög og setja neinn í óþægilega eða óörugga stöðu.
Fyrir vikið höfum við ákveðið biðja og hvetja fólk til að taka upp lestur, söng, hugleiðingar, ljóðaflutning, spjall og hvaðeina. Þetta er hægt að gera með snjallsímum, spjaldtölvum, fartölvum eða öðrum upptökutækjum. Efni skal svo senda á greta.samuelsdottir@mulathing.is eða hafa samband í 697-5853 og við hjálpumst að. Hugmyndin er síðan að útvarpa dagskrá á Dögum myrkurs sem við öll getum hlustað á „saman“.
Hlakka til að heyra frá ykkur!
Greta Mjöll Samúelsdóttir
Atvinnu- og menningarmálafulltrúi í Múlaþingi