Djúpavogshreppur
A A

Dagar myrkurs - hugmyndafundur í dag!

Dagar myrkurs - hugmyndafundur í dag!

Dagar myrkurs - hugmyndafundur í dag!

skrifaði 07.10.2015 - 09:10

Dagar myrkurs færast nú sífellt nær og standa yfir dagana 28. október - 1. nóvember um allt Austurland. 

Opinn hugmyndafundur verður því haldinn um framkvæmd Daga myrkurs í Djúpavogshreppi í Geysi í dag, miðvikudaginn næstkomandi, 7. október, kl. 17:00.

 

Ef þú ert með hugmynd um hvað þig langar til að sé að gerast á Dögum myrkur þá skaltu endilega mæta á fundinn.

Hittumst, kynnum okkar hugmyndir, fáum nýjar og skipuleggjum dagana þannig að viðburðir stangist ekki á.

Fyrirtæki og félagasamtök í Djúpavogshreppi eru hvött til þess að taka þátt og senda fulltrúa á fundinn.

 

Þeir sem ekki komast á fundinn en hafa hugmyndir, vinsamlegast sendið þær á netfangið erla@djupivogur.is

Það er aldrei of mikið af góðum hugmyndum!

 

ED