DJÚPAVOGSHREPPUR AUGLÝSIR / HREINSUNARÁTAK

DJÚPAVOGSHREPPUR AUGLÝSIR / HREINSUNARÁTAK skrifaði - 08.06.2009
09:06
Almenn hreinsunarvika á Djúpavogi hefst þriðjudaginn 9. júní 2009. Eru bæði íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja hér með hvattir til að hreinsa lóðir sínar og lendur nú næstu daga og um komandi helgi og koma afrakstrinum að vegkanti, þar sem hann verður sóttur af starfsmönnum sveitarfélagsins og fjarlægður.
Fyrsta ferð hreinsunartækis verður miðvikudaginn 10. júní og sú síðasta mánud. 15. júní. Tekið verður rusl við gangstéttir og lóðamörk miðvikudag, föstudag og mánudag í hreinsunarvikunni.
Djúpavogi 8. júní 2009;
Sveitarstjóri