Djúpavogshreppur
A A

Cittaslow sunnudagurinn 2018 vel sóttur

Cittaslow sunnudagurinn 2018 vel sóttur
Cittaslow

Cittaslow sunnudagurinn 2018 vel sóttur

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 01.10.2018 - 09:10

Cittaslow sunnudagurinn fór fram í gær í Löngubúð. Hann er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow. Markmiðið var að kynna staðbundna matarmenningu, framleiðslu og fjölbreytileikann í þorpinu. Viðburðurinn fékk nafnið „Djúpavogshreppur til allra átta“ og dró nafn sitt frá þeirri staðreynd að fólkið í Djúpavogshreppi kemur hvaðanæva að úr heiminum og má núna telja 18 þjóðerni í hreppnum. Í gær kynntu 13 þjóðerni matarmenningu og rétti frá sínu heimalandi og nokkrir seldu einnig matvöru sína. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur og má gróflega álykta að um 250 manns hafi komið við og tekið þátt í Cittaslow sunnudeginum í ár. Dagskráin stóð frá 13-16 og var fullt hús allan tímann. Maturinn flæddi út að dyrum og enginn fór svangur heim. María Viktoría, söngkona sem nýflutt er í þorpið, tók vel valin lög á þremur tungumálum. Hún söng, spilaði á gítar og munnhörpu.

Djúpavogshreppur þakkar þátttakendum fyrir frábærar undirtektir og frumkvæði. Einnig þakkar Djúpavogshreppur frábæra mætingu á viðburðinn. Mikill fjöldi heimafólks lét sjá sig og kynntist nýrri matarmenningu og um leið hvert öðru aðeins betur.