Djúpivogur
A A

Cittaslow sunnudagurinn - matur og menning úr héraði

Cittaslow sunnudagurinn - matur og menning úr héraði

Cittaslow sunnudagurinn - matur og menning úr héraði

skrifaði 05.09.2017 - 11:09

 

Á fundi Ferða- og menningarmálanefndar var ákveðið að þemað á Cittaslow sunnudeginum 24. september 2017 yrði matur og menning úr héraði. Dagskráin verður kl. 11-14:00 í Löngubúð.

Nú hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt: áhugafólk um sultugerð, fiskrétti, kjötrétti (eða hvað sem er úr héraði) og langar að gefa öðrum að smakka, tónlistarmenn eða sögumenn sem vilja leyfa öðrum að heyra, myndlistarfólk, handverksfólk , ljósmyndarar sem vilja leyfa öðrum að sjá... einnig mættu gjarnan vera kynningar á félagasamtökum og fyrirtækjum sem starfa í anda Cittaslow.

Skemmtilegast væri að sem flestir tækju þátt!

Þátttaka verður ókeypis og öllum opin, en til að halda utan um viðburðinn er fólk beðið um að ská sig hjá Ferða- og menningarmálafulltrúa, Erlu Dóru (s. 859-0345 eða með því að senda póst á erla@djupivogur.is) fyrir 19. september og taka þá fram hvort þörf sé á vegg, borði, hljóðnema, skjávarpa eða hverju sem er.

 

Á sama tíma og Cittaslow sunnudagurinn verður haldinn hátíðlegur hjá okkur verða í heimsókn á Djúpavogi nokkrir gestir frá Cittaslow bæjarfélögum á Ítalíu og fleiri löndum vegna samvinnu við innleiðingu Cittaslow (22.-26. sept.) og vegna stofnunar Cittaslow Education (25. sept.). Þessum gestum mun að sjálfsögðu einnig verða boðið að koma á Cittaslow sunnudaginn okkar og það verður gaman að geta boðið þeim upp á mat og menningu af svæðinu meðan við njótum sjálf.

Við hvetjum íbúa til að bjóða þau sérstaklega velkomin til okkar.