Djúpivogur
A A

Cittaslow heimsókn - myndband frá heimsókn til Orvieto

Cittaslow heimsókn - myndband frá heimsókn til Orvieto

Cittaslow heimsókn - myndband frá heimsókn til Orvieto

skrifaði 22.09.2017 - 11:09

Nú er von á Cittaslow heimsókn frá kennurum, skólastjóra og Cittaslow fulltrúum Orvieto á Ítalíu. Gestirnir koma í kvöld og dvelja á Djúpavogi frá föstudegi til miðvikudags 22.-27.september.

Við biðjum alla bæjarbúa að taka vel á móti þeim, sýna gestrisnina sem að einkennir Djúpavog svo innilega og gefa sér tíma til að stoppa og spjalla ef áhugi er fyrir því.

Cittaslow sunnudagurinn er á meðan þessari heimsókn stendur og verður gríðarlega gaman að sjá hvað er margt um að vera í þorpinu okkar.

Hér má sjá myndband sem sýnir brot úr ferð krakkanna okkar til Orvieto og móttökurnar sem þau fengu frá þessum gestum.  

Greta Mjöll Samúelsdóttir