Djúpivogur
A A

Cittaslow Sunday 2013

Cittaslow Sunday 2013

Cittaslow Sunday 2013

skrifaði 24.09.2013 - 14:09

Sunnudaginn 29. september verður í fyrsta skipti haldinn Cittaslow sunnudagur í Djúpavogshreppi.

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.

Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu. Að þessu sinni verður lögð áhersla á ber, sveppi og annan jarðargróður.

Dagskráin stendur frá kl. 14:00-16:00 í Löngubúð og hefst með því að sveitarstjóri kynnir Cittaslow og svarar spurningum.

Að því loknu verður gestum boðið að bragða á afurðum unnum af heimamönnum s.s. sultum, saft, sveppum o.fl.

Allir velkomnir.