Djúpivogur
A A

Búinn 2010 - verðlaunahafar

Búinn 2010 - verðlaunahafar

Búinn 2010 - verðlaunahafar

skrifaði 21.12.2010 - 16:12

Frá því í september hafa fjölmargir Djúpavogsbúar svitnað rækilega í íþróttahúsinu og tekið þátt í íþróttaátakinu Búinn 2010. Í gær var Búanum formlega lokið þetta árið og því veitt verðlaunfyrir besta árangurinn.

Hjónakornin Andrés Skúlason og Gréta Jónsdóttir fengu verðlaun sem Djúpavogsbúaparið 2010 en þau voru með besta árangurinn af þeim pörum sem tóku þátt og hlutu í verðlaun gjafaöskju af humri frá Ósnesi.

Magnús Hreinsson fékk verðlaun fyrir besta árangurinn hjá körlum og hlaut í verðlaun 30 tíma kort í sund, þreksalinn og íþróttasalinn að andvirði kr. 9000.-

Guðrún S. Sigurðardóttir fékk verðlaun fyrir besta árangurinn hjá konum og fékk í verðlaun gjafabréf hjá Arfleifð að upphæð kr. 10.000 . -

Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir að taka þátt í átakinu og nýta sér þá frábæru íþróttaaðstöðu sem hér er í boði. Nú vonum við bara að sem flestir haldi áfram á nýju ári.

Búinn 2010

BR