Djúpivogur
A A

Búið að opna Öxi

Búið að opna Öxi

Búið að opna Öxi

skrifaði 27.01.2010 - 13:01

Nú í annað sinn í vetur hefur Öxi verið opnuð í boði sveitarfélagsins.  Vegfarendur sem vilja nýta sér þessa annars góðu samgönguleið og hina miklu styttingu sem hún býður upp á,  er hér með bent á að vegurinn er nokkuð holóttur á köflum og er því mælt með að vegfarendur stilli hraða sínum í hóf og keyri eftir aðstæðum. 

Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðstæðum sérstakan skiling því vegurinn verður ekki heflaður að sinni. 

Það var hinsvegar mat forsvarsmanna sveitarfélagsins að íbúar svæðisins sem og aðrir vegfarendur vildu fremur keyra holóttan veg en engan á þessari leið.

Vegfarendur munu hinsvegar geta treyst því að vegagerðin mun sinna skyldum sínum gagnvart veginum um Öxi, m.a. með heflun og fl. þegar vetur gengur yfir. 

AS