Djúpavogshreppur
A A

Börn hjálpa börnum - gengið í hús í dag

Börn hjálpa börnum - gengið í hús í dag

Börn hjálpa börnum - gengið í hús í dag

skrifaði 24.03.2017 - 11:03

Börn hjálpa börnum er yfirskrift árlegrar söfnunar ABC barnahjálpar sem unnin er í samstarfi við grunnskóla landsins og er nú haldin í tuttugasta skiptið. Frá upphafi hafa nemendur safnað rúmlega 120 milljónum króna til styrktar fátækum börnum í fjarlægum löndum.

Nemendur 4.-5. bekkjar grunnskóla Djúpavogs ætla í dag að ganga í hús milli 15:00 og 19:00 og safna og við hvetjum ykkur til að taka vel á móti þeim.

Söfnunin hefur verið hreint ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar. Fyrir söfnunarféð í gegnum árin hafa skólabyggingar verið byggðar og hægt hefur verið að sinna miklu viðhaldi. Keypt hafa verið húsgögn, skrifborð, stólar og rúm sem hafa nýst öllum skólunum. Eitt sinn var söfnunarféð notað til matarkaupa fyrir skólabörnin og þá voru keyptir um 165.000 matarskammtar. Á síðasta ári söfnuðust tæpar 8 milljónir króna og fóru m.a. í uppbyggingu heimavistar í Pakistan, efnafræðistofu í ABC skólanum í Nairobi í Kenýa og til uppbyggingar heimavistar í ABC skólanum í Namelok í Kenýa. Það sem safnast núna mun vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu.

ÓB