Djúpavogshreppur
A A

Borgarland - deiliskipulag - í 3D

Borgarland - deiliskipulag - í 3D

Borgarland - deiliskipulag - í 3D

Ólafur Björnsson skrifaði 24.06.2019 - 15:06

Í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands sem nú er í auglýsingu, hefur verið smíðað gagnvirkt, tölvugert þrívíddarumhverfi. Umhverfið gefur fólki kost á því að virða fyrir sér framtíðaruppbyggingu frá ólíkum sjónarhornum af jörðu niðri.

Þetta þróunarverkefni er hluti af verkefninu Sjálfbærar borgir framtíðarinnar 2 (Cities that Sustain Us 2) sem er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, TGJ og Háskólans í Reykjavík, unnið með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði Íslands.

Sjón er sögu ríkari - smelltu hér til að skoða.

(ATH! Nota þarf Mozilla Firefox-vafrann til að opna þrívíddarumhverfið. Hægt er að nálgast nýjustu útgáfu með því að smella hér).