Borgarafundur

Borgarafundur
skrifaði 27.05.2013 - 15:05Sveitarstjórn Djúpavogshrepps boðar til opins borgarafundar um ýmis málefni sveitarfélagsins.
Fundurinn verður haldinn sem hér greinir:
Staður: Hótel Framtíð.
Dagur: Fimmtud. 30. maí 2013.
Tími: Hefst kl. 18:00.
Á fundinum mun sveitarstjóri kynna ársreikninga 2012, fjárhags-og framkvæmdaáætlun v/ ársins 2013 og 3ja ára áætlun.
Auk þess munu fulltrúar sveitarstjórnar kynna helstu áherslur og verkefni sem framundan eru sem og verkefni sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu sem brátt rennur sitt skeið á enda.
Þá mun fulltrúi Teiknistofu TGJ verða með kynningu á breytingu á Aðalskipulagi vegna breyttrar legu á vegstæði í Berufjarðardal milli Háubrekku og Reiðeyrar.
Sveitarstjóri