Djúpavogshreppur
A A

Bóndavarðan á netinu

Bóndavarðan á netinu

Bóndavarðan á netinu

skrifaði 13.07.2015 - 17:07

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps og hefur verið gefið út af sveitarfélaginu síðan 2010. Þar á undan var Bóndvarðan gefin út af Grunnskóla Djúpavogs og var fréttablað skólans. 

Við höfum nú sett inn til prufu síðustu útgáfu blaðsins, en það kom út í mars síðastliðnum og var að miklu leyti tileinkað Hammondhátíð Djúpavogs sem fagnaði 10 ára afmæli á árinu.

Meiningin er að gefa blaðið framvegis út á þennan hátt og á pappír fyrir þá sem það kjósa. Hvenær næsta tölublað kemur út er ekki alveg ljóst en búast má við að við setjum eldri tölublöð inn á netið á næstu vikum.

Hægt er að smella hér til að skoða síðasta tölublað, en það ætti einnig að birtast hér að neðan.

ÓB