Djúpivogur
A A

Bóndavarðan - nóvemberblaðið

Bóndavarðan - nóvemberblaðið

Bóndavarðan - nóvemberblaðið

skrifaði 26.10.2010 - 11:10

Bóndavarðan er fréttablað sveitarfélagsins og kemur út fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Þar má fylgjast með því sem er að gerast í stofnunum sveitarfélagsins, ungmennafélaginu, félagasamtökum ásamt fréttum úr bæjarlífinu.

Blaðinu er dreift til allra íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu en auk þess býðst áhugasömum utan sveitarfélagsins að gerast áskrifendur að blaðinu.

Ársáskrift er kr. 3.000.- Hægt er að kaupa áskrift með því að senda póst á netfangið bondavardan@djupivogur.is

Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en síðasta föstudag fyrir útgáfu blaðsins.

Nóvemberblaðið kemur út fimmtudaginn 4. nóvember nk. og því er frestur til þess að skila inn efni eigi síðar en á miðnætti fimmtudaginn 28. október nk.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.

Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.

Verðskráin er sem hér segir:

Heil síða 10.000.-
Hálf síða 5.000.-
1/4 síða 2.500.-