Djúpivogur
A A

Bóksafn Djúpavogs lokað vegna Covid-19

Bóksafn Djúpavogs lokað vegna Covid-19

Bóksafn Djúpavogs lokað vegna Covid-19

Ólafur Björnsson skrifaði 23.03.2020 - 15:03

Nú er komið að því að við þurfum að loka tímabundið á bókasafninu vegna hertra takmarkana á samkomubanni. Þrátt fyrir að bókasafnið sé lokað þá eru ýmsar leiðir til að lesa.

Nú er upplagt að kynna sér Rafbókasafnið, hægt að skoða það hér: https://rafbokasafnid.overdrive.com

Það er hægt að fá aðgang að Rafbókasafninu í gegnum bókasafnið okkar með því að senda mér tölvupóst og fá lykilorð. Einnig er velkomið að hafa samband ef ykkur vantar ákveðnar bækur sem ég get fundið fyrir ykkur eða ef þið þið treystið mér til að velja í poka handa ykkur. Við finnum svo leið til að koma bókunum á réttan stað. Ekki hika við að hafa samband á obba@djupivogur.is ef þið viljið nýta samkomubannið til að lesa.

Bókasafnsvörður