Djúpivogur
A A

Bókagjöf til Eysteinsstofu

Bókagjöf til Eysteinsstofu

Bókagjöf til Eysteinsstofu

skrifaði 09.07.2014 - 08:07

Ráðherrastofu Eysteins Jónssonar í Löngubúð á Djúpavogi barst nú í apríl afar vegleg bókagjöf frá barnabörnum hans.

Um er að ræða eina 150 titla af margskonar tagi, innbundin tímarit, ævisögur og fræðibækur af margskonar toga s.s. lögfræði, sagnfræði, landafræði og mörgu fleiru.

Safnið spannar yfir mjög breitt svið og ættu allir að geta fundið þar eitthvað áhugavert.

Kunnum við þeim systkinum hinar bestu þakkir fyrir örlætið.

Ferða- menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

 

 

 

 


Bókunum hefur verið komið fyrir í fallegri hillu í Ráðherrastofunni