Djúpivogur
A A

Bókabindarar

Bókabindarar

Bókabindarar

skrifaði 25.09.2006 - 00:09

Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 18. sept. 2006 var m.a. gerð svohljóðandi bókun:

Sveitarstjóri minnti á hið óeigingjarna starf, sem Guðmundur Björnsson frá Múla, hefur verið að vinna fyrir Bókasafn Djúpavogshrepps, nú seinast fyrir nokkrum dögum. M.a. hefur hann undanfarin ár dvalið hér í lengri eða skemmri tíma og gefið safninu mikinn fjölda gamalla bóka og rita, sem hann hefur keypt og bundið inn sjálfur, án þess að sveitarfélagið hafi þurft að kosta neinu til.

Sömuleiðis hefur Theódór Ingólfsson, ættaður úr Papey, á undanförnum árum lagt safninu margt gott til og m. a. komið hingað til að binda inn bækur líkt og Guðmundur. Sveitarstjórn þakkar þeim Guðmundi og Theódór framlag þeirra til menningarmála í byggðarlaginu.

(Því miður er ekki til mynd af Theódór í fórum sveitarfélagsins, en hins vegar birtum við hér mynd af Guðmundi að störfum).

BHG / Ljósmynd BHG

Bókabindarar small