Djúpavogshreppur
A A

Boðskaffi í leikskólanum

Boðskaffi í leikskólanum

Boðskaffi í leikskólanum

skrifaði 10.11.2009 - 14:11

Í morgun buðu leikskólabörnin Djúpavogsbúum og vinum í kaffi enda dagar myrkurs í fullum gangi.  Búið var að setja upp hin ýmsu listaverk eins og neon-myndir í fataklefanum, Skrímsli og prinsessur teiknaðar með kolum í salnum, köngulóarvefur með litlum köngulóum sem börnin bjuggu til sjálf og settu mynd af sér á með ógnvekjandi svipnum sínum.  Börnin á Kríudeild skrímslaskuggaverk þar sem lagið "skrímslin í skápnum" af Gilligill disknum var spilað undir.  Síðan sungu báðar deildirnar þrjú lög saman, Kalli litli könguló, Draugalagið og Afi minn og amma mín.  Vel var mætt og var það samróma álit allra að þarna væri flott sýning á ferð og stóðu börnin sig með prýði.  

Kolamyndir og köngulóarvefur

Hér má sjá köngulóarvefinn með köngulóm

Sjáiði draugana sem hanga niður úr loftinu

ÞS