Djúpivogur
A A

Bjarthegri í nágrenni Djúpavogs

Bjarthegri í nágrenni Djúpavogs

Bjarthegri í nágrenni Djúpavogs

skrifaði 27.05.2006 - 00:05

Í morgun þegar Albert Jensson fuglaskoðari birds.is var í skipulagðri fuglaskoðunarferð með hóp rak hann augun í bjarthegra innan við Fýluvog. Hegrinn flaug síðan upp og hnitaði hringi yfir svæðinu. Hettumáfarnir á svæðinu voru ekki hrifnir af nærveru hans og gerðu töluverðan aðsúg að honum þannig að hann flaug lengra til. Eftir nokkurn tíma var bjarthegrinn þó kominn aftur á svæðið og er þar enn þegar þetta er skrifað. Hér er mynd sem að  AS tók í morgun af hegranum.  Í dag hefur ringt á svæðinu en strax og birtir til verður reynt að ná betri myndum af hegranum. AS