Djúpavogshreppur
A A

Bikarmót ÚÍA í sundi

Bikarmót ÚÍA í sundi

Bikarmót ÚÍA í sundi

skrifaði 26.11.2012 - 16:11

Bikarmót Austurlands í sundi fór fram hér á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Ríflega 80 keppendur frá sex sunddeildum á Austurlandi mættu til leiks og kepptust við að safna stigum fyrir sitt félag. En mótið er stigamót þar sem stigahæsta liðið hlýtur tiltilinn Bikarmeistari Austurlands.

Neisti tefldi fram fjölmennu og öflugu liði, staðráðnir í að verja tiltilinn þar sem við unnumi mótið í fyrra. Mikil spenna ríkti þegar úrslit voru tilkynnt og fagnaðarlæti heimamanna létu ekki á sér standa þegar ljóst var að Neisti bar sigur úr bítum bæði sem stigahæsta karla- og kvennalið sem og í heildarstigakeppni mótsins. Lið Leiknis varð í öðru sæti í heildarstigakeppni mótsins og Austri í því þriðja.

Framkvæmd mótsins var í höndum sundráðs UÍA og gekk vel, en fjöldi sjálfboðaliða lagði sitt af mörkum. Einn þeirra var Sprettur Sporlangi sem veitti verðlaun og vakti almenna kátínu keppenda og áhorfenda.

Djúpavogshreppur gaf bikarinn þar sem Neisti vann síðasta bikar til eignar á mótinu í fyrra.

Við Neistafólk þökkum öllum sem komu að skipulagningu, undirbúningi og sjálfboðavinnu á mótinu fyrir gott starf. Viljum benda á þá frábæru vinnu krakkana með þjálfara sínum sem skilar inn góðum árangri á hverju móti. Hvetjum krakkana okkar áfram til þátttöku í íþróttum og við uppskerum öll.