Djúpivogur
A A

Biðlisti í leikskólann Bjarkatúni á hausti komanda

Biðlisti í leikskólann Bjarkatúni á hausti komanda

Biðlisti í leikskólann Bjarkatúni á hausti komanda

skrifaði 14.01.2010 - 08:01

Frá því að nýi leikskólinn (Bjarkatún) tók til starfa hefur aðsóknin verið mjög góð og leikskólinn fyrir löngu sannað gildi sitt. Upphaflega var gert ráð fyrir að pláss yrði fyrir allt að 37 börn. Þegar byggingin hófst var fyrirséð að um 30 börn yrðu að óbreyttu í skólanum. Við vígslu skólans var þörfin komin niður í 25 börn.

Eins og staðan er í dag er yngri deild leikskólans full og ekki hægt að bæta við fleiri börnum á þessu starfsári en því lýkur um miðjan maí. Strax er kominn biðlisti eftir plássi á yngri deildina en hægt að bæta við nokkrum börnum á eldri deildina.

Þessi frétt ætti þó ekki að koma neinum á óvart enda hefur tíðni barneigna verið nokkuð há í sveitarfélaginu síðustu árin og Djúpavogsbúar ákveðnir í að leggja sitt af mörkunum til þess að fjölga íbúum.

BR