Djúpivogur
A A

Biblíumaraþon og kærleikskaffi

Biblíumaraþon og kærleikskaffi

Biblíumaraþon og kærleikskaffi

skrifaði 05.10.2010 - 13:10

Æskulýðsfélag Djúpavogs safnar áheitum fyrir Biblíumaraþon.

 Laugardaginn 9. okt. kl. 13.00- 16.00 munu unglingarnir  lesa  í kirkjunni valda kafla úr Biblíunni.
Fólk er hvatt til að koma í kirkjuna og hlusta á þau og  verður  boðið upp á kærleikskaffi og djús og vöfflur sem unglingarnir sjá um.    

Félagar úr æskulýðsfélaginu munu ganga í hús og safna áheitum en féð sem safnast fer í ferðasjóð til að fara á Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar á Akureyri dagana 15.-17. okt. n.k.  

Tökum vel á móti unglingunum þegar þau ganga í hús og safna áheitum.    
Einnig má leggja inn á reikning í Sparisjóðnum nr. 114705401290, kt. 600169-0769

Munið laugardaginn frá kl. 13.00-16.00, lítið við til að hlusta á lesturinn og þiggja kaffiveitingar sem kosta kr. 490.- og styðja þannig unglingana í góðu starfi.

Minni einnig á kirkjuskólann sem verður á sunnudag 10. okt. kl. 11.00

sóknarprestur

BR