Djúpivogur
A A

Bestu ljósmyndarar Íslandssögunnar

Bestu ljósmyndarar Íslandssögunnar

Bestu ljósmyndarar Íslandssögunnar

skrifaði 21.07.2009 - 10:07

Vísir.is og Fréttablaðið birtu í gær umfjöllun um bestu ljósmyndara Íslandssögunnar en þann 29.ágúst verður opnuð ljósmyndasýning í Listasafni Akureyrar sem ber heitið Úrval. Þar verða til sýnis ljósmyndir þeirra höfunda sem taldir eru bestu ljósmyndarar Íslandsögunnar, að mati Einars Fals Ingólfssonar, ljósmyndara.

Djúpavogsbúar eiga fulltrúa í þeim hóp en meðal höfunda á sýningunni er Nicoline Weywadt (1848-1921) en hún var fyrsti íslenski kvenljósmyndarinn og starfaði við ljósmyndun á Djúpavogi frá 1872 og síðar á Teigarhorni við Berufjörð. Ljósmyndasafn Nicolinu er varðveitt á Ljósmyndasafni Íslands.

Myndin sem fylgir með þessari frétt heitir "Útsýni yfir Djúpavog og inn eftir Berufirði ísaveturinn 1873-74"

Til gamans fylgja hér tvær aðrar myndir, eftir Nicoline Weywadt.

Hér má sjá tengil á fréttina.

 

BR