Djúpivogur
A A

Barna- og fjölskylduleiksýning

Barna- og fjölskylduleiksýning

Barna- og fjölskylduleiksýning

skrifaði 15.04.2015 - 09:04

Barna- og fjölskylduleiksýningin Klaufar & kóngsdætur verður sýnd í Hótel Framtíð sunnudaginn 19. apríl, kl. 17:00.

Klaufar og kóngsdætur er leikgerð þriggja meðlima uppistandshljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna, þeirra Ármanns Guðmundssonar, Sævar Sigurgeirssonar og Þorgeirs Tryggvasonar, á nokkrum af ævintýrum H.C. Andersen.

Leiksýningin er sett upp af Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum, en leikstjóri er Unnar Geir Unnarsson. Leikritið varð fyrir vali LME í ár vegna 210 ára árstíðar H.C. Andersen.

Íbúum Djúpavogshrepps er boðið á sýninguna af Kvenfélaginu Vöku, Foreldrafélaginu, Neista, Lions, Hótel Framtíð og Djúpavogshreppi. Aðgangur er því ókeypis.

 Góða skemmtun!

ED