Djúpivogur
A A

Bækur fást gefins - framlengd opnun

Bækur fást gefins - framlengd opnun

Bækur fást gefins - framlengd opnun

skrifaði 20.11.2013 - 14:11

Fólki hefur gefist kostur á því síðustu daga að hirða bækur og tímarit sem stendur til að henda. Markaðurinn er staðsettur inni í bræðslu (löndunarhúsi).

Nú hefur verið ákveðið að framlengja opnunartímann til 24. nóvember.

Það kennir ýmissa grasa þarna og lestrarþyrstir eru því hvattir til að renna inneftir milli 8-17 virka daga og athuga hvort þeir finni ekki eitthvað við sitt hæfi.

Einnig verður opið helgina 23.-.24. nóvember frá 10-19.

 

ÓB