Djúpivogur
A A

Bæklingur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi - endurprentun

Bæklingur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi - endurprentun

Bæklingur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi - endurprentun

skrifaði 27.02.2017 - 09:02

Síðastliðið sumar kom út nýr bæklingur um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Upplagið er nú að klárast og stefnt er að því að prenta nýtt upplag af bæklingnum nú á vormánuðum.

Þeir aðilar sem óska eftir að koma sinni þjónustu á framfæri og eru ekki nú þegar í bæklingnum eða vilja breyta sínum upplýsingum er bent á að hafa samband við ferða- og menningarmálafulltrúa, eigi síðar en 28.febrúar nk. 

Auglýsingin kostar kr. 15.000 pr. fyrirtæki

Stefnt er að því að nýtt upplag af bæklingnum komi út 15.mars nk.

Hægt er að hafa samband á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 470-8703.

Ferða- og menningarmálafulltrúi

BR