Djúpivogur
A A

Bæjarvinna 2018 - upplýsingar til barna og foreldra

Bæjarvinna 2018 - upplýsingar til barna og foreldra

Bæjarvinna 2018 - upplýsingar til barna og foreldra

Ólafur Björnsson skrifaði 21.06.2018 - 11:06

Starfstímabilið er frá 11. júní – 10. ágúst 2018.

Vinnutíminn er 8 klst. á dag, frá 08:00 – 17:00. Athugið að matartími telst ekki vinnutími.

Vinnutími barna í árgangi 2005 og 2006 er 08:00 – 12:00.

Tímakaup með orlofi, 10,17%:

 • Árgangur 2001: kr. 1.588,00
 • Árgangur 2002: kr. 1.510,00
 • Árgangur 2003: kr. 1.046,00
 • Árgangur 2004: kr. 949,00
 • Árgangur 2005: kr. 852,00
 • Árgangur 2006: kr. 658,00

Orlof er greitt út með launum.
Launaseðlar verða sendir heim í pósti.

Laun verða greidd inn á launareikning í banka

 • Mjög mikilvægt er að upplýsingar um banka, höfuðbók og númer reiknings séu réttar (ath. kortanúmer eru ekki bankareikningsnúmer) og upplýsingum sé komið til forstöðumanns áhaldahúss eða launafulltrúa í tæka tíð fyrir útborgun. Berist upplýsingar ekki fyrir útborgun bíður launagreiðsla til næstu útborgunar.

Skattkort

 • Unglingar sem verða 16 ára á árinu þurfa að skila inn upplýsingum um ráðstöfun persónuafsláttar til launafulltrúa svo ekki verði dregin staðgreiðsla af launum.
 • Rétt er að benda á mikilvægi þess að þeim upplýsingum skilað tímanlega, þ.e. í síðasta lagi 4 dögum fyrir útborgun svo ekki komi til frádráttar vegna staðgreiðslu.

Lífeyrissjóður

 • Lífeyrissjóður 4% er dreginn af launum um næstu mánaðarmót eftir að 16 ára aldri er náð. Greitt er í Stapa lífeyrissjóð, mótframlag 11,5%.

Veikindaréttur

 • Veikindaréttur er skv. kjarasamningum Afls, grein 12.2.2 um tímavinnufólk.
 • Veikindadaga á launum og tímana fyrir þá þarf að skrá.

Útborgun launa er fyrsti virki dagur mánaðar

 • Laun fyrir júní verða greidd 2. júlí
 • Laun fyrir júlí verða greidd 1. ágúst
 • Laun fyrir ágúst verða greidd 3. september


Launafulltrúi