Djúpivogur
A A

Bæjarlífið janúar 2011

Bæjarlífið janúar 2011

Bæjarlífið janúar 2011

skrifaði 14.02.2011 - 14:02

Seint og um síðir birtum við hér bæjarlífssyrpu janúarmánaðar. Hún er nú reyndar frekar þunn blessunin, enda myndavélin ekki nándar nærri nógu oft á lofti í janúar. Þó er þarna smá forsmekkur af því sem koma skal í næstu bæjarlífssyrpum. Undirritaður hefur haft myndavélina svolítið með í för þegar hann hefur verið að ganga Búlandsnesið þvert og endilangt nú eftir áramót. Sandarnir voru gengnir fram og aftur í janúar og er smá sýnishorn af þeim ferðum í þessari syrpu.

Örvæntið þó eigi. Það eru að sjálfsögðu líka hefðbundnar bæjarlífsmyndir í þessari syrpu sem má sjá með því að smella hér.

ÓB