BRAS setningarhátíð 8. september

BRAS setningarhátíð 8. september
Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 05.09.2018 - 11:09Haldin verður barna- og ungmenna menningarhátíð í fyrsta skipti á Austurlandi. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun að miklu leyti fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi í september. Einkunnarorð hátíðarinnar er þora, vera, gera og er lögð sérstök áhersla að leyfa börnum að vera þátttakendur í smiðjum ásamt því að njóta listviðburða.
Setningarhátíðin fer fram laugardaginn 8. september. Í framhaldi er í boði fjölbreytt dagskrá út september með vinnusmiðjum, leiksýningum, tónleikum og myndlistarsýningum í samstarfi við fjölmargar stofnanir og leik-, grunn- og framhaldsskóla á Austurlandi.
Djúpavogsskóli verður að sjálfsögðu einn af þeim skólum sem tekur þátt í þessu verkefni.
Börnin á Djúpavogi eru hvött til að nýta síðustu sumardagana og gera sér ferð upp á setningarhátíð BRAS um helgina. Þrír staðir eru í boði en hátíðin verður sett á Eskifirði, Seyðisfirði og Egilsstöðum næstkomandi laugardag.
Nánari upplýsingar má finna hér!
Eskifjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður
kl. 12:00 kl. 13:00 kl.13:00