BRAS haldin í þriðja sinn

cittaslow-social
BRAS haldin í þriðja sinn skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 18.09.2020
08:09

BRAS - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í þriðja sinn í september 2020 um allt Austurland.
Í ljósi heimsfaraldurs verður hátíðin með öðru sniði en verið hefur. Gert er ráð fyrir því að aðlaga viðburði að þeim reglum sem í gildi verða og verður Hápunkturinn til að mynda með öðru fyrirkomulagi en í fyrra.
Viðburðir fyrir börn og ungmenni eru í boði í Djúpavogshreppi sem og um allt Austurland og munu enn fleiri viðburðir detta inn á Djúpavogi næstu daga og vikur í tilefni hátíðarinnar.
Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hennar að börn þori að vera þau sjálf og framkvæmi á eigin forsendum. Hátíðin er haldin frá miðjum september fram í október þar sem fram fara litlir sem stórir listviðburðir auk námskeiða og fræðslu á sviði lista og menningar. Yfirskriftin í ár er "Réttur til áhrifa" og byggir á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Foreldrar eru hvattir til að kynna sér viðburðina og aðstoða börnin sín og ungmenni að sækja sér menninguna sem í boði er út um allt Austurland næstu daga og vikur.