Djúpivogur
A A

BRAS á Djúpavogi og Tónlistardagur á Egilsstöðum fyrir krakka!

BRAS á Djúpavogi og Tónlistardagur á Egilsstöðum fyrir krakka!

BRAS á Djúpavogi og Tónlistardagur á Egilsstöðum fyrir krakka!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 20.09.2018 - 10:09

29.september verður Tónlistardagur MMF og Tónlistarmiðstöð Austurlands í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Öllum krökkum er frjálst að taka þátt og ekkert þátttökugjald. Miðað er við 13-20 ára en þó er ekkert aldurstakmark.

Hljóðfæradjamm, smiðjur og spjall við tónlistarfólk.

Ekki er þörf að skrá sig fyrir viðburðinn sjálfan en í dagskránni eru tónleikar kl.18 og leitað er að krökkum sem vilja taka þátt og skrá sig til að koma fram á þeim. Skráningarfresturinn fyrir tónleikana er föstudagurinn 21.september og þá verður nafn barnsins í dagskránni og auglýsingaefninu sem fer af stað í næstu viku. Öllum frjálst að koma fram og syngja, spila, rappa eða sýna listir sínar sem plötusnúðar. Sendist til gretamjoll@djupivogur.is fyrir lok föstudagsins 21.september.

Allir krakkar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði og nýta tækifærið til að læra meira í tónlist. Ef þið hafið áhuga á tónlist, að vera í hljómsveit, læra að vera „DJ“ (plötusnúður), rappa eða hvað sem er tengt tónlist þá er þetta tilvalið fyrir ykkur! Dagurinn endar svo með balli þar sem plötusnúðar framtíðarinnar og DJ hátíðarinnar kemur fram.

Daginn áður, 28.september, heimsækir BRAS Djúpavogsskóla og verða tónlistarsmiðjur fyrir elsta stigið í grunnskóla Djúpavogs. Nemendur fá þá kennslu og tækifæri til að kynna sér straumaskóla Kiru Kiru og fleira. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur koma í heimsókn á Djúpavog og munu einnig sitja smiðjurnar.

Allt er þetta á vegum Bras menningarhátíðar barna og ungmenna á Austurlandi, en meira má lesa um hana á www.bras.is

Drög að dagskrá tónlistardagsins 29.september í Sláturhúsinu Egilsstöðum

15:00 - 17:00

SMIÐJA

HVER

Raftónlistarsmiðja

KiraKira og Futuregrapher

Að stofna rokkhljómsveit

Jón Hilmar Kárason

Trommur

Jón Geir, Skálmöld

Upptökuforrit

Iðunn Snædís, Listahsk. Ísl.

18:00 - 19:30

TÓNLEIKAR Í FRYSTIKLEFA


Nafnið þitt getur verið hér!!
og hér...
og hér...
og hér...

20:00 - 21:00

JAMM / SAMSPIL

Jón Hilmar

Hljóðfæri til staðar - hægt að mynda hópa (einn eða fleiri)

og jamma saman.

21:00 - 22:30

DANS Í FRYSTIKLEFA

DJ hátíðarinnar


Upprennandi DJ'ar

Þú?