Austurbrú óskar eftir liðsmanni

Austurbrú auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf með starfsstöð á Djúpavogi. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi. Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun auk góðra samskiptahæfileika. Spennandi tækifæri fyrir áhugasama um þróun þjónustu við íbúa og fyrirtæki á Austurlandi.
Helstu verkefni:
- Verkefnastjórnun á menningartengdum verkefnum t.d. matarmenningu
- Skipulagning viðburða og námskeiða
- Ýmis ráðgjöf
- Skrif á umsóknum í sjóði sem og skýrslum og samantektum í tengslum við verkefni Austurbrúa
- Þátttaka í öðrum verkefnum Austurbrúar
- Umsýsla á starfsstöð og ýmis tilfallandi verkefni
Hæfni og menntun:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi auk jákvæðni, þjónustulundar og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið krefst metnaðar, skipulagðra vinnubragða auk færni í ritun og framsetningu efnis. Mikilvægt er að verkefnastjóri geti bæði unnið sjálfstætt sem og hluti af teymi. Sérþekking og reynsla á sviði menningar og atvinnuþróunar er kostur.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2019
- Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.
Áhugasamir sendi inn kynningarbréf ásamt ferilskrá á netfangið anna@austurbru.is. Frekari upplýsingar veitir Anna Alexandersdóttir í síma 470 3803 eða í ofangreindu netfangi.