Auglýst eftir starfsmanni í afleysingar á upplýsingamiðstöð

Auglýst eftir starfsmanni í afleysingar á upplýsingamiðstöð
skrifaði 10.05.2016 - 08:05Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim 1-2 daga í viku eftir samkomulagi. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanna þá daga sem og önnur tilfallandi verkefni.
Ráðningartími er 15. maí – 15. september.
Upplýsingamiðstöðin verður opin kl. 9:00-17:00 alla virka daga og 10:00-16:00 um helgar.
Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið ensku og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is
Nánari upplýsingar í síma 470-8701.
Gauti Jóhannesson
Sveitarstjóri