Djúpavogshreppur
A A

Auður Austurlands

Auður Austurlands

Auður Austurlands

skrifaði 05.12.2017 - 08:12

Tengslanet austfirskra kvenna stendur fyrir málstofunni Auður Austurlands, um stöðu og tækifæri kvenna á Austurlandi

Málstofan verður haldin 7. desember kl. 13:00 í Miðvangi 5-7 á Egilsstöðum.

Hvernig aukum við hlut kvenna í forystu og verðmætasköpun á Austurlandi ?

Á Austurlandi er mesti launamunur kynjanna á landinu og of fáar konur gegna stjórnunarstöðum. Hvernig náum við fram auknu jafnrétti í fjórðungnum?

Hvernig fáum við konur til að stíga fram ?

Á málstofunni verður leitað svara við þessum spurningum og staðan greind.

Aðgangur ókeypis, allir velkomnir - Hvetjum konur jafnt sem karla að koma og láta málefnið sig varða.

Nánari upplýsingar og skráningar hér.

TAK