Djúpivogur
A A

Atvinnulífssýningin Að heiman og heim

Atvinnulífssýningin Að heiman og heim

Atvinnulífssýningin Að heiman og heim

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 22.08.2018 - 14:08

Djúpavogshreppur tekur þátt í atvinnulífssýningunni Að heiman og heim 1.september á Egilsstöðum. Markmið sýningarinnar er að kynna fyrir ungu fólki, sem er að hefja eða ljúka námi, fjölbreytt og spennandi framtíðartækifæri á Austurlandi. Öllum fyrirtækjum og stofnunum stendur til boða að taka þátt sér að kostnaðarlausu. En sýningin er frábært tækifæri til að kynna fjölbreytta starfsemi fyrir mannauði framtíðarinnar.

Vinsamlegast hafið samband við Gretu Mjöll, atvinnu-og menningarmálafulltrúa Djúpavogshrepps, fyrir frekari upplýsingar eða ef þið hafið áhuga á að taka þátt. Tölvupósturinn er gretamjoll@djupivogur.is og sími 697-5853.

Frekari upplýsingr má nálgast hér.