Djúpivogur
A A

Ásta Birna meðal þeirra bestu

Ásta Birna meðal þeirra bestu

Ásta Birna meðal þeirra bestu

skrifaði 06.09.2009 - 18:09

Ljóst er að Ásta Birna Magnúsdóttir frá Djúpavogi hefur enn einu sinni sannað að hún er ein af allra bestu golfurum landsins og á framtíðina sannarlega fyrir sér.  Ásta Birna varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu að þessu sinni og í öðru sæti í holukeppninni, sem hún vann á síðasta ári.  Við sendum Ástu Birnu hamingjuóskir með þennan frábæra árangur með baráttukveðjum frá Djúpavogi. Við erum jafnhliða þess full viss að Ásta Birna á einhvern góðan veðurdag eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka.  AS