Djúpivogur
A A

Ársfundur Norðurlandanets Cittaslow í Djúpavogshreppi

Ársfundur Norðurlandanets Cittaslow í Djúpavogshreppi

Ársfundur Norðurlandanets Cittaslow í Djúpavogshreppi

skrifaði 24.05.2016 - 08:05

Þá er komið að því að nágrannar okkar í Cittaslow sveitarfélögum af Norðurlöndunum sæki okkur í Djúpavogshreppi heim, en ársfundur Norðurlandanets Cittaslowsamtakanna verður haldinn hér í Djúpavogshreppi á miðvikudag og fimmtudag, 25.-26. maí.

 

Ársfundur Cittaslow, sem haldinn verður í Djúpavogskirkju, er opinn fyrir íbúa Djúpavogshrepps og fréttamenn kl. 9:00-11:00 fimmtudagsmorguninn 26. maí. Þarna munu sveitarfélögin halda kynningu á Cittaslow hjá sér eða sérstökum verkefnum sem eru í deiglunni undir merkjum Cittaslow. Við hvetjum alla sem komast á þessum tíma til að mæta.

 

Alls munu 12 manns frá Cittaslow sveitarfélögum í Danmörku, Noregi, Svíðþjóð og Finnlandi koma til Djúpavogshrepps. Farið verður með gestina um sveitarfélagið og þau kynnt fyrir hinum ýmsu verkefnum sem hér eru í gangi sem tengjast hugmyndafræði Cittaslow s.s. innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla og Stuðningsaðilum Cittaslow í Djúpavogshreppi.

Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi hvattir til að nota fundinn sem ástæðu til að gera þátttöku sína og tenginguna við Cittaslow meira áberandi.

 

Ferða- og menningarmálafulltrúi