Djúpavogshreppur
A A

Aron í Afríku - Með öpum í Katabang

Aron í Afríku - Með öpum í Katabang

Aron í Afríku - Með öpum í Katabang

skrifaði 18.03.2015 - 20:03

Eins og margir vita er Djúpavogsbúinnn Aron Daði Þórisson á ferðalagi um Afríku og hefur verið þar megnið af þessu ári. Þar hefur hann ferðast með öðrum Djúpavogsbúa, eða réttara sagt Hamarsdælingi, honum Ugniusi Hervar Didziokas.

Þeir félagar hafa ferðast vítt og breitt um Afríku og eftir því sem við best vitum eru þeir nú staddir í Congo (þeir ættu nú að þekkja sig þar.

Aron sendi okkur mjög skemmtilega ferðasögu fyrir stuttu, þegar þeir félagar voru staddir í Benín.

Nú er komin önnur ferðasaga, sú gerist í Nígeríu.

Við erum búin að útbúa svæði fyrir pistlana, Aron í Afríku, undir Innsent efni - Pistlar í veftrénu hér til vinstri.

Þið getið líka smellt hér til að fara beint á pistilinn. Honum fylgja myndir og meira að segja ein hljóðskrá, sem inniheldur fagran söng nokkurra glaðbeittra simpansa.

Góða skemmtun.

ÓB