Djúpivogur
A A

Aron Daði keppir fyrir hönd MK í Söngkeppni framhaldsskólanna

Aron Daði keppir fyrir hönd MK í Söngkeppni framhaldsskólanna

Aron Daði keppir fyrir hönd MK í Söngkeppni framhaldsskólanna

skrifaði 18.04.2012 - 17:04

Nú er orðið ljóst hvaða skólar keppa í söngkeppni framhaldsskólanna árið 2012, en í fór fram forval þar sem almenningur fékk að velja skóla, m.a. með sms-kosningu.

Einn þeirra skóla sem komst áfram er Menntaskólinn í Kópavogi, en fyrir hans hönd keppir Aron Daði Þórisson, Djúpavogsbúi (sonur Þóris og Guðrúnar Önnu) ásamt Jennu Katrínu Kristjánsdóttur. Þau munu syngja lagið Colours með Grouplove.

Keppnin fer fram 21. apríl í Vodafonehöllinni í Reykjavík og verður sýnt beint frá keppninni á RÚV.

Hægt er að skoða framlag Arons og Jennu með því að smella hér.

Meðfylgjandi mynd er af Aroni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á Hammondhátíð árið 2007.

ÓB