Djúpavogshreppur
A A

Arfleifð í Löngubúð - frábær sýning

Arfleifð í Löngubúð - frábær sýning

Arfleifð í Löngubúð - frábær sýning

skrifaði 25.04.2010 - 15:04

Í gær kl 17:00 var einstakur viðburður í Löngubúð, en þar var á ferð Ágústa Arnardóttir hönnuður og listakona á Djúpavogi með sýningu á nýrri fatalínu sem vakti sannarlega verðskuldaða athygli hinna fjölmörgu gesta sem sóttu sýninguna. Ágústa kynnti þessa fata- og fylgihluta línu undir nýju nafni, Arfleifð og má segja að nafnið hafi sannarlega átt vel við sýninguna þar sem hún var í byggðasafninu á lofti Löngubúðar þar sem módelin, stúlkur frá Djúpavogi og Hornafirði klæddar fötum unnum úr leðri og roði úr afurðum af svæðinu, féllu einstaklega vel við umhverfið. Það má þvi segja að Langabúð hafi verið eins og klæðskeraaumuð fyrir viðburð þennan, eða öfugt.

Andrúmsloftið var sannarlega einstakt í Löngubúðinni á sýnungu þessari, því ekki aðeins fengu gestir að líta augum frábært handverk og hönnun Ágústu, heldur og magnaði hún upp stemminguna með því að fá til sín flott tónlistarfólk hér á svæðinu og þar voru á borð bornir ljúfir tónar frá þeim Bertu - Írisi Birgis og Ýmir sem gáfu sýningunni skemmtilegan blæ.   Í veitingasal Löngubúðar var Ágústa einnig með skjámyndasýningu þar sem vörur hennar voru kynntar enn frekar.  Á sama stað var boðið ýmiskonar góðgæti í bland frá heimamönnum og góðum nágrönnum okkar frá Hornafirði.

Í alla staði má segja að Ágústa Arnardóttir hafi með sýningu þessari unnið hug og hjörtu þeirra sem kíktu í Löngubúðina í gær og því er full ástæða hér til að óska Ágústu sérstaklega til hamingju með þennan frábæra viðburð sem var í Löngubúðinni í gær.  Sannarlega væntum við að fá að sjá meira af sýningum af þessu tagi frá Arfleifð á næstu misserum.  Þá skal þess hér getið að lokum að Ágústa hefur opnað nýja heimasíðu, sjá hér http://arfleifd.is/

AS  

 


  Ágústa Arnardóttir með frábæra sýningu  í Löngubúð í gær

 


  Stúlkurnar taka sig vel út innan um muni byggðasafnsins

 


 Líflegt á lofti Löngubúðar


 Guðmunda Bára Emilsdóttir tekur sig vel út á lofti Löngubúðar

 


  Bryndís og Ingibjörg í roði og leðri

 

  Íris - Berta og Ýmir á lofti Löngubúðar með ljúfa tóna

Ágústa Arnardóttir (lengst til hægri í mynd) kampakát eftir sýningu ásamt módelum
klæddum fatnaðiundir vörumerkjalínunni Arfleifð, sjá nánar