Djúpavogshreppur
A A

Árétting um bann vegna utanvegaaksturs á Búlandsdal

Árétting um bann vegna utanvegaaksturs á Búlandsdal

Árétting um bann vegna utanvegaaksturs á Búlandsdal

skrifaði 14.07.2015 - 07:07

Í tilefni þess að á síðasta sveitarstjórnarfundi var fjallað um kvartanir og ábendingar sem borist hafa vegna utanvegaaksturs á Búlandsdal er rétt að árétta meginefni bókunar sveitarstjórnar um málið þar sem bannið gildir frá og með morgundeginum, það er þegar hreindýraveiðitímabilið hefst formlega. Sveitarstjórn hefur sömuleiðis þegar sent bókunina á stjórn Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum og starfsmann Umhverfisstofnunar á Austurlandi sem fer með stjórn hreindýraveiða á svæðinu. Áréttað skal að bannið er sett á í góðu samstarfi og samtali við bæði FLH og starfsmann UST. 

meginefni bókunar sveitarstjórnar undir lið 8. á fundi þann 9.júlí síðastliðinn. 

.............. samþykkir sveitarstjórn að allur akstur vélknúinna ökutækja, einnig vegna hreindýraveiða verði bannaður innan við göngubrú sem liggur yfir Búlandsá og uppbyggður vegur liggur að. Þá er áréttað að umferð ökutækja um fólkvanginn á Teigarhorni utan þegar lagðra vega er sömuleiðis með öllu óheimill. Sveitarstjórn er sömuleiðis sammála um að ekki sé hægt að réttlæta umferð ökutækja á umræddu svæði þar sem að nokkuð stórum hluta er um vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins að ræða sem liggur beggja vegna Búlandsár á dalnum. Bann þetta skal taka gildi frá og með 15. júlí 2015 - samþykkt samhljóða. 

 

                                                    Sveitarstjórn Djúpavogshrepps