Djúpivogur
A A

Arctic Project gerir tónlistarmyndband fyrir Hinemoa

Arctic Project gerir tónlistarmyndband fyrir Hinemoa

Arctic Project gerir tónlistarmyndband fyrir Hinemoa

skrifaði 18.08.2015 - 15:08

Skúli Andrésson og Sigurður Már Davíðsson sem eiga og reka fyrirtækið Arctic Project unnu nú á dögunum nýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Hinemoa Bye Bye Birdie.

Myndbandið er tekið upp í Djúpavogshreppi og eini leikarinn í myndbandinu er Aldís Sigurjónsdóttir, dóttir Lilju og Didda, en hún á sannkallaðan stórleik í myndbandinu.

Þess má geta að trommari Hinemoa, Kristófer Nökkvi Sigurðsson, er sonur Höllu Eyþórsdóttur frá Fossárdal í Berufirði.

Fréttir um tónlistarmyndbandið hafa bæði verið birtar á vef Vísis og Austurfréttar

Myndbandið má sjá hér að neðan.

EDV