Djúpivogur
A A

Áramótabrennan á Djúpavogi

Áramótabrennan á Djúpavogi

Áramótabrennan á Djúpavogi

skrifaði 03.01.2007 - 00:01

Tendrað var upp í áramótabrennunni Djúpavogi í einstöku blíðviðri að þessu sinni. 
Að venju var það Golfklúbbur Djúpavogs sem að sá um brennuna af miklum myndarskap.
Eins og síðustu ár var brennan staðsett við Rakkaberg þar sem er jafnan mikilfenglegt að sjá bjarmann frá eldinum lýsa upp bergið.  Rakkabergið sem stundum er nefnt Álfakirkjan skartaði sínu fegursta að venju, ekki síst þegar liðsmenn Björgunarsveitarinnar Báru röðuðu sér upp með kyndla upp á Álfakirkjunni sjálfri. Vart þarf að taka fram að allt var þetta gert eins og áður í fullri sátt við álfana. AS