Áramótabrennan 2014

Áramótabrennan 2014
skrifaði 30.12.2014 - 14:12Kveikt verður í áramótabrennunni við Rakkaberg þann 31. desember kl. 17:00.
Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi meðan við syngjum nokkur lög.
Þeir sem vilja æfa sig geta séð hér að neðan hvaða lög við ætlum að syngja undir undirspili Kristjáns Ingimarssonar.
Að venju vonumst við eftir fjölmenni við að kveðja gamla árið
Áramótalögin 2014
(texta má finna á veraldarvefnum en textablöðum verður einnig dreift á staðnum)
Máninn hátt á himni skín
Stóð ég út í tungsljósi
Álfadans
Kveikjum eld
Hún var glæsileg brennan árið 2008 - ætli hún verði glæsilegri núna 6 árum síðar?