Djúpivogur
A A

Annasamir dagar

Annasamir dagar

Annasamir dagar

skrifaði 13.12.2011 - 14:12

Alltaf er nóg að gera hjá okkur börnunum í leikskólanum.  Það er langt síðan við höfum sett inn frétt en það er bara af því að það hefur verið í nógu að snúast.  Við fengum kanínu í heimsókn í Gestavikunni og það var mjög skemmtileg.  Hún var ótrúlega þæg og góð og rosalega mjúk.  Við fengum meira að segja að knúsa hana. Svo vorum við á Kríudeild að æfa fyrir skuggaleikhúsið sem við sýndum í foreldrakaffinu þann 8. desember.  Þá komu mjög margir gestir í heimsókn til okkar og gáfum við þeim piparkökurnar sem við vorum búin að baka og skreyta (reyndar hjálpuðu konurnar sem vinna í leikskólanum okkur smá þar.) 
Nú hvað getum við sagt meira - jú, við vorum í hlutverkaleik - að leika óléttar konur, því það eru víst bara allir óléttir þessa dagana og okkur fannst það ótrúlega fyndið.  Það var bókadagur á leikskólanum og fengum við að koma með uppáhaldsbækurnar okkar og sýna hvert öðru.  Svo komu krakkarnir í 1. bekk í heimsókn og rifjuðu upp hvað það er gaman í leikskólanum.
Afmælisbörnin fengu næga athygli, bæði þegar afmælisdagurinn þeirra var og líka þegar haldið var uppá afmælið.  Hún Svala er nú svo góð við okkur að baka góðar kökur og leyfa okkur að taka þátt í að skreyta þær.
Það er búið að taka fullt af myndum og má finna þær hér.

Kveðja, krakkarnir í leikskólanum.