Djúpavogshreppur
A A

Andrés Skúlason ræðir um Verndarsvæðið við voginn í Mannlega þættinum á Rás 1

Andrés Skúlason ræðir um Verndarsvæðið við voginn í Mannlega þættinum á Rás 1

Andrés Skúlason ræðir um Verndarsvæðið við voginn í Mannlega þættinum á Rás 1

skrifaði 20.10.2017 - 09:10

Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni þá staðfesti Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi, sunnudaginn 15. október. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við Vog­inn".

Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra en vinna stendur yfir hjá 22 öðrum.

 

Að verkefninu vann TGJ skipulagsskrifstofa Djúpavogshrepps með doktor Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing í fararbroddi auk þess sem að Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur sá um mikilvægan þátt verkefnisins, þá vann Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps einnig ötullega að verkefninu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Andrés var viðmælandi Gunnars Hanssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur í Mannlega þættinum á Rás 1 í gærmorgun, þar sem hann ræddi við þau um tillöguna.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér, en það hefst á 28. mínútu.

Hægt er að skoða greinargerðina og uppdrætti með því að smella hér.

ÓB